Þvottahús Vesturlands er fjölskyldurekið fyrirtæki sem er staðsett í Borgarnesi og þjónustar allt Vesturland.
Upprunalega hét fyrirtækið Hótelþvottur áður en núverandi eigendur tóku við því haustið 2021

Fyrirtækið sérhæfir sig í þrifum á þvotti fyrir hótel, gististaði, fyrirtæki og margt fleira.

Þvottahús Vesturlands býður uppá mikið úrval af líni, handklæðum og fleira fyrir fyrirtæki og einstaklinga.
Boðið er uppá að sækja og senda þvott um allt Vesturland.

Markmið fyrirtækisins er að stækka og taka við fjölbreyttari þvotti.